Fyrsta verkefni bókarinnar snýst um að borða út úr skápunum. Bannað að kaupa nokkuð nema mjólkurvörur og ávexti
Þessi áskorun hentaði mér ágætlega, þar sem við vorum að fara til Spánar í 10 daga og ég vil helst borða út úr ísskápnum áður en við förum í frí.
Ég þoli nefnilega ekki að henda mat. Ég er samt enginn dýrðlingur í þeim efnum, því ég pakka afgöngum vandlega í box.. og svo hendir maðurinn minn þeim 3 vikum seinna, þegar innihaldið er næstum farið að skríða sjálft út úr skápnum. Ég hef meira að segja hent plastboxum með matarafgöngum, því ég þorði ekki að opna og athuga innihaldið
Ágætt að segjast aldrei henda mat - þegar einhver annar getur gert það fyrir þig.
Frystirinn okkar er fullur af dularfullum nestispokum, með gumsi í óræðum lit - kjúklingur í karry? Hakk? Grænmetissúpa? Guð einn veit, og guð veit að ég hef ekki nokkurn áhuga á að komast að því.
Tengdaforeldrar mínir skrá samviskusamlega niður, allt það sem frystirinn þeirra hefur að geyma - auk þess sem þau auðvitað merkja pokana með innihaldi og þyngd. Það gerist kannski í næsta lífi.
Áður en við fórum til Spánar tókst okkur bara nokkuð vel til. Það var ótrúlegt hvað leyndist í skápunum. Ég eldaði grjónagraut, bakaði kryddbrauð, gerði kjúklingarétt með quinoa (afgangar frá síðasta heilsuæði) og börnin elskuðu að maula kókosflögur, þurrkaðar kjúklingabaunir, möndlur og ýmislegt sem leyndist í skúffunum og ég ekki hafði hugmynd um að ég ætti.
Ísskápurinn var galtómur þegar við fórum í frí... og þar af leiðandi GAL tómur þegar við komum heim aftur (sjá mynd að ofan).
Vanalega hefði ég vaðið beint út í búð til þess að fylla á skápana. En ég hugsaði mig um, athugaði skápana og uppgötvaði að við áttum helling sem hægt var að nota.
Ég hafði til dæmis hent bönunum í frystinn áður en við fórum að stað, og fann líka hálftómann poka með hindberjum í frystinun og gat þess vegna gert þennan glimrandi góða vegan ís handa krökkunum
Ég þoli nefnilega ekki að henda mat. Ég er samt enginn dýrðlingur í þeim efnum, því ég pakka afgöngum vandlega í box.. og svo hendir maðurinn minn þeim 3 vikum seinna, þegar innihaldið er næstum farið að skríða sjálft út úr skápnum. Ég hef meira að segja hent plastboxum með matarafgöngum, því ég þorði ekki að opna og athuga innihaldið
Ágætt að segjast aldrei henda mat - þegar einhver annar getur gert það fyrir þig.
Frystirinn okkar er fullur af dularfullum nestispokum, með gumsi í óræðum lit - kjúklingur í karry? Hakk? Grænmetissúpa? Guð einn veit, og guð veit að ég hef ekki nokkurn áhuga á að komast að því.
Tengdaforeldrar mínir skrá samviskusamlega niður, allt það sem frystirinn þeirra hefur að geyma - auk þess sem þau auðvitað merkja pokana með innihaldi og þyngd. Það gerist kannski í næsta lífi.
Áður en við fórum til Spánar tókst okkur bara nokkuð vel til. Það var ótrúlegt hvað leyndist í skápunum. Ég eldaði grjónagraut, bakaði kryddbrauð, gerði kjúklingarétt með quinoa (afgangar frá síðasta heilsuæði) og börnin elskuðu að maula kókosflögur, þurrkaðar kjúklingabaunir, möndlur og ýmislegt sem leyndist í skúffunum og ég ekki hafði hugmynd um að ég ætti.
Ísskápurinn var galtómur þegar við fórum í frí... og þar af leiðandi GAL tómur þegar við komum heim aftur (sjá mynd að ofan).
Vanalega hefði ég vaðið beint út í búð til þess að fylla á skápana. En ég hugsaði mig um, athugaði skápana og uppgötvaði að við áttum helling sem hægt var að nota.
Ég hafði til dæmis hent bönunum í frystinn áður en við fórum að stað, og fann líka hálftómann poka með hindberjum í frystinun og gat þess vegna gert þennan glimrandi góða vegan ís handa krökkunum
Í grænmetisskúffunni í ísskápnum voru tveir sorglegir rauðlaukar, eldgamall og sveittur poki með kartöflum og linar gulrætur. Með dósatómötum og alls konar pesto restum og öðru úr ísskápnum gerði ég þessa fínu grænmetissúpu sem endist okkur fjórum í tvær máltíðir.
Það sem við gerðum svo, var að skoða vandlega það sem til var í frystinum og skápunum. Við gerðum svo eitthvað sem ég hef aldrei gert áður - en ég veit að almennilegt fóllk gerir. Og það er að gera matseðil fyrir vikuna. Í frystinum og skápunum eigum við mat sem endist okkur út febrúar, svo við þurfum ekki að kaupa annað en mjólk og ávexti. Áskorunin sem átti að vera í viku endist okkur þess vegna allan febrúar - en það var því við vorum að heiman í 10 daga, og fríið var sannarlega ekki frí án ofgnóttar. En meira um það síðar :)